Um Netbókhald
Netbókhald kom á markað árið 2002 og er fyrsta bókhaldslausnin á íslandi sem er í skýinu og hefur í gegnum tíðina þjónað einyrkjum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Lestu meiraum Netbókhald hér.
Lausnir Netbókhalds
Netbókhald býður uppá aðgengilegt fjárhagskerfi, sölukerfi og launakerfi. Tengingar við skeytamiðlara fyrir rafræna reikninga, banka, RSK og fleiri kerfi spilar stórt hlutverk í að gera gott kerfi enn betra.
Afhverju valdi Netbókhald skeytamiðlun Unimaze?
Unimaze býður uppá einstaklega aðgengilegar tengingar til móttöku á upplýsingum fyrir rafræna reikninga og ekki skemmir að starfsfólk er lipurt í þjónustu sem hjálpar okkur á réttan áfangastað.