Lausnir

Samþykktarkerfi Unimaze - Fullkomið vinnuflæði

Aðgengi að öllum reikningum og skjölum hvaðanæva frá.

Móttaka reikninga veðrur ódýrari, skilvirkari og gegnsærri með samþykktarkerfi Unimaze. Lausnin tengist beint við viðskiptakerfi og beinir öllum reikningum rafrænt á réttan móttakanda í samþykktarferli og flýtir fyrir vinnslu þeirra..

Samþykktarkerfi

Samþykktarkerfi Unimaze - Skýjalausn

Einföld skýjabundin rafræn skjalaskiptalausn. Fáðu aðgang að skjölum þínum og gögnum frá mörgum stöðum. Flýttu viðskiptahringnum þínum um 61 prósent og skiptu upplýsingum á nokkrum sekúndum. Það bætir gæði samskipta með lágmarks eða engum villum. Það eykur framleiðni og fljótlega og nákvæma úrvinnslu viðskiptaskráa. Þú munt sjá stöðu viðskiptanna þinna í beinni. Þetta gerir þér aftur á móti kleift að taka ákvarðanir fljótt - skjót viðbrögð við breyttum kröfum markaðarins og viðskiptavina. Lausnin tryggir sameiginlegt viðskiptatungumál, sem gerir þér kleift að eiga viðskipti við samstarfsaðila um allan heim.

Hvernig virkar samþykktarkerfið?

Sjálfvirka samþykktarkerfið frá Unimaze miðar að því að hjálpa þér við að sýsla með móttekna reikninga af öryggi og aukinni skilvirkni.

Hugbúnaðurinn les í móttekna reikninga og kemur þeim á sjálfvirkan hátt til fyrsta aðila í samþykktarferli.

Eftir að hver aðili í ferlinu veitir samþykki er reikningurinn sjálfkrafa sendur áfram.

Kerfið ræður þannig við allt ferlið, sama hversu mörgum skrefum er bætt við það. Reikningar flæða rafrænt án pappírsflóðs, og öll skref þess eru skráð þannig að allt ferlið er yfirfaranlegt og staðfestanlegt.

Kostir samþykktarkerfis Unimaze

Samþykktarkerfið eykur skilvirkni fyrir móttakendur reikninga hvort sem þeir telja í þúsundum eða bara nokkrir á mánuði

Kerfið straumlínulagar móttöku-, samþykktar-, og greiðsluferlið og eykur alla nákvæmni í vinnslu:

Handvirk vinnsla minnkar og innsláttur hverfur

Venjulega hefur reikningasamþykkt í för með sér innslátt á upplýsingum um samþykkta reikninga inn í viðskiptakerfi. Þetta er hvort tveggja tímafrekt og mikil vinna og hefur að auki í för með sér villuhættu og tvítekningu reikninga.

Helmingur allra fyrirtækja segja handvirkan innslátt gagna og óskilvirk ferli vera helsta ókost handvirkrar vinnslu móttekinna reikninga og því mun sjálfvirknivæðing þessa gera ferlið miklum mun betra.

Í samþykktarkerfinu er hægt að setja upp sjálfvirk og breytanlega form sem síðan senda reikningagögn beint inn í viðskiptikerfið og minnka þar með alla handvirka vinnslu með minnkandi villuhættu

Sjálfvirk afstemming reikninga til að minnka svik

Svikareikningar geta haft mikil áhrif á fyrirtæki, um 75% af fyrirtækjum hafa orðið fyrir reikningasvikum, falsgreiðslum og öðrum innheimtusvikum. Handvirk afstemming reikninga við pantanir þýðir að starfsfólk þarf að leita að pöntunarnúmerum í viðskiptakerfi eða jafnvel í pappírsmöppum og síðan stemma af línu fyrir línu, úrelt, villukennt og tímafrekt ferli. Sjálfvirk afstemming í samþykktarkerfi Unimaze finnur pöntunina á bak við reikninginn í viðskiptakerfinu, stemmir af línur og flaggar öll frávik þannig að hægt sé að samþykkja eða hafna reikningi á hraðvirkan og öruggan hátt.

Sending reikninga á rétta samþykkjendur

Þegar búið er að fara yfir móttekna reikninga og vinna úr hugsanlegum frávikum er reikningurinn sendur á næsta samþykkjanda.

Í handvirku ferli verða til tafir og reikningar geta glatast. Þetta skýrir hvers vegna 37% fyrirtækja segja að handvirk reikningasending sé óþægilegasti þáttur reikningameðhöndlunar. Með notkun samþykktarkerfis Unimaze getur þú sett upp sjálfvirkt vinnuflæði sem sendir reikninga til rétta móttakanda til samþykktar og sendir áminningar til þeirra til að tryggja að reikningar séu samþykktir eins fljótt og hægt er.

Miðlæg geymsla skjala

Samþykktarkerfið tengist miðlægu skjalaumsýslukerfi og þannig er skjöl og reikningar geymd í skýinu og gerir notandum kleift að finna og sækja skjöl hvaðan sem er þegar þörf krefur. Snögg og örugg sókn skjala hraðar vinnslu þeirra og þannig er hægt að skiptast á upplýsingum án tafa.

Mæling og frammistaða.

Samþykktarkerfið minnkar ekki bara umsýslukostnað heldur gerir þér að auki kleift að nýta afslætti sem bjóðast ef reikningar eru greiddir fyrr en ella. Seljendur bjóða margir hverjir afslætti ef reikningur er greiddur innan 10 daga frá útgáfudegi og jafnvel þó einungis sé greitt innan 30 daga frá gjalddaga. Sömuleiðis leiðir skilvirkt samþykktarferli til þess að reikningar tefjast ekki fram yfir eindaga með sparnaði á dráttarvöxtum.

Samþykktarkerfi Unimaze hefur upplýsingasíður sem mæla og rekja greiðslur og sýna hvort reikningar séu greiddir á réttum tíma. Þar má sjá hvort og hvar flöskuhálsar séu í samþykktar- og greiðsluferli.

Einnig sést staða á öllum reikningum sem gerir fyrirtæki kleift að taka ákvarðanir á réttum tíma með fullvissu um að upplýsingar séu réttar. Setja má upp skýrslur sem sýna allar lykiltölur á skýran hátt og hvernig greiðslum er háttað og hvert útgjöld fyrirtækisins fara sem gera stýringu greiðsluflæðis betri og styrkari.

Skynsamari vinna með samþykktarkerfi Unimaze

Samþykktarkerfi Unimaze sýnir þér hvar flöskuhálsar eru í samþykktarferlinu, gerir greiðsluflæði gegnsætt, og auðveldar alla umsýslu reikninga og skjala. Samþykktarkerfið byggir á alþjóðlegum stöðlum og samskipti við mótaðila um víða veröld verða möguleg.

Eruð þið tilbúin að breyta reikningamóttöku ykkar?

Talið við sérfræðinga okkar sem munu greina og skilja þarfi ykkar

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar