Um okkur
Unimaze er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði sem býður upp á að senda og móttaka rafræn viðskiptaskjöl, svo sem reikninga, pantanir, greiðslukvittanir og fleira. Félagið leggur sig fram við að vera í fararbroddi þegar kemur að stöðlum, áreiðanleika og tæknilegum lausnum, svo sem sannreyningu, vottun og örugga auðkenningu. Unimaze er með starfstöðvar í þremur Evrópulöndum og viðskiptavini um allan heim.
Sagan
Unimaze ehf. er íslenskt sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2003 og hóf starfsemi með sérhæfingu í rafrænum viðskiptum árið 2006. Félagið er að stærstum hluta í eigu Origo og stofnandans, Markúsar Guðmundssonar.
Unimaze hefur frá upphafi lagt áherslu á sérhæfingu í rafrænum viðskiptum og bæði þróað hugbúnað og veitt ráðgjöf um rafræn viðskipti. Meðal viðskiptavina eru fyrirtæki bæði heima og erlendis.
Sendill
Frá upphafi félagsins til ársins 2020 var jafnan notast við vöruheitið Sendill á Íslandi og heimasíða félagsins var sendill.is. Í ljósi þess að félagið hóf undirbúning að bjóða þjónustu sína af kafti einnig erlendis var ákveðið að nota alfarið eitt heiti, Unimaze. Var þetta gert til að minnka flækjustig og kostnað og efla vöruheitið Unimaze.