Lausnir

Reikningavefur - Sérsniðin lausn

Taktu á móti öllum reikningum 100% rafrænt

Unimaze reikningavefur gerir opinberum aðilum, birgjum og öðrum fyrirtækjum kleift að taka á móti og sýsla með reikninga og tryggir að allir reikningar sem tekið er á móti séu rafrænir. Öll rakning, greiðslur og stýring verður einföld og örugg.

Unimaze Lausnir

Reikningavefur

Með notkun reikningavefs Unimaze geta opinberir aðilar og fyrirtæki tekið á móti og sýslað með móttekna reikninga í samfelldu, sjálfvirku ferli, frá móttöku til lokabókunar. Reikningar eru sannreyndir og yfirfarðir með tilliti til pöntunarvísunar, magns og verð frávika. Ef viðskiptavinur getur ekki sent rafræna reikninga tekur Unimaze Digitizer við og breytir pappírs eða PDF reikningi í rafrænan reikning á nokkrum mínútum.

Kostirnir eru ótvíræðir, peningar sparast, pappírgeymsla og umsýsla hverfur, og ekki þarf að bera pappír milli deilda, skráningarvillur hverfa og reikningar fara aldrei í vitlausar möppur.

Gagnavinnsla verður nákvæmari og skýrslur, áætlanir og endurskoðun verða réttari og vinnan auðveldari.

Frávik eru sérlega flögguð til athugunar og samþykktar og sjálfvirk afstemming pantana og reikninga hindrar ofgreiðslur og tvígreiðslur.

Hvað gerir reikningavefur Unimaze?

Reikningavefur Unimaze gerir þér kleift að fá alla reikninga rafrænt. Hann er settur upp sem síða innan fyrirtækjavefs þíns og á vefnum geta mótaðilar þínir sett upp rafræna reikninga og sent þá beint inn í bókhaldskerfi þíns fyrirtækis. Vefurinn er einfaldur í notkun og allt sem þarf til að koma uppsetningu af stað er að svara einföldum spurningalista. Eftir það getur vefurinn verið tilbúinn til notkunnar innan fárra vikna.

Hagræði af notkun reikningavefs Unimaze

  • Sjálfvirkni
  • Bestun
  • Tímasparnaður
  • Einföldun
  • Allt á einum stað
  • Stöðlun reikninga

Uppsetning

Unimaze setur upp vefsíðu og allt sem þarf til. Eina sem þarf er að svara spurningalista sem notaður er til að sérsníða síðuna að þínum þörfum.

Reikningagerð

Sendandi fyllir inn upplýsingar á reikningavefnum og sendir þær sjálfkrafa til móttakanda. Reikningavefurinn tryggir að engar upplýsingar vanti, sendandi getur ekki gengið frá reikningi nema þær séu allar til staðar og réttar. Ferlið er fullkomlega sjálfvirkt og rangir reikningar heyra sögunni til.

Staðlar - Unimaze smíðar reikninga eftir alþjóðlegum stöðlum út frá upplýsingunum sem gefnar eru upp á vefsíðunni.

Móttaka - Rafræni reikningurinn er sendur í innhólf móttakanda og er tilbúinn til innlesturs í viðskiptakerfið..

Sjálfvirkni – Reikningurinn er lesinn inn beint og handvirkur innsláttur er óþarfur..

Raunhagnaður af móttöku rafrænna reikninga

Samkvæmt könnun EY fæst mestur sparnaður af notkun rafrænna reikninga við móttöku.

Sending rafrænna reikninga er mikils virði fyrir fyrirtæki þar sem þeir verða afgreiddir fyrr en við það að móttaka alla reikninga rafrænt sparast umtalsverðar fjárhæðir

Fyrir hverja er mælt með að nýta sér reikningavef Unimaze.

Sem fyrr segir sér reikningavefurinn til þess að allir mótteknir reikningar verði rafrænir. Það eru því þau fyrirtæki sem taka á móti nokkru magni af pappírs- eða PDF reikningum sem munu græða mest á því að taka upp reikningavef .

Dæmi um viðskiptavini sem nota reikningavefinn

  • Sveitarfélög
  • Íþróttafélög
  • Ýmis samtök
  • Stórfyrirtæki
  • Auglýsingarstofur
  • Framleiðslufyrirtæki
  • Fyrirtæki sem að ráða verktaka reglulega

Ef þitt fyrirtæki tekur ekki á móti nægilega mörgum pappírreikningum til að hægt sé að réttlæta upptöku reikningavefsins en vill minnka umstangið við þá sem koma inn kemur Unimaze Digitizer til sögunar. Unimaze Digitizer er lausn sem breytir reikningum sem eru á myndaformi (png, jpg) eða PDF formi yfir í rafræna reikninga sem síðan má lesa inn í viðskiptakerfið. Þannig má einnig skanna reikninga og senda þá í Digitizer

Lesið meira um Unimaze Digitizer hér

Næstu skref

Bókaðu fund með einum af sérfræðingum okkar ef það vakna upp fleiri spuningar og fáðu þér nákvæmari mynd af reikningavef Unimaze, án gjalds.

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar