Unimaze Platform

Sending rafrænna reikninga

Af hverju ættir þú og þitt fyrirtæki að senda rafræna reikninga?

Reikningar á pappír og óstöðluðu formi eru á stöðugu undanhaldi og líklegt er að þeir verði bráðlega orðnir hluti af fortíðinni. Að senda rafræna reikninga (og önnur rafræn viðskiptaskjöl) hefur í för með sér margvíslega kosti t.d. aukin sjálfvirkni, sparnaður á vinnu, tíma og kostnað, rekjanleiki og aukin yfirsýn, reikningarnir eru greiddir á réttum tíma, fljótleg, einföld og þægileg leið til að stunda viðskipti.

Unimaze plattform

Senda rafrænan reikning

Það að senda rafræna reikninga (og önnur rafræn viðskiptaskjöl) hefur í för með sér margvíslega kosti, hér eru nokkrir þeirra:

  • Aukin sjálfvirkni, sparar vinnu og tíma
  • Sparar kostnað
  • Rekjanleiki og aukin yfirsýn
  • Reikningarnir eru greiddir á réttum tíma
  • Fljótlegt, einfalt og þægilegt

Aukin sjálfvirkni

Stafræn þróun leiðir til aukinnar sjálfvirkni, að senda rafræna reikninga er auðvelt skref í átt að stafrænum rekstri og mikilvægur liður í því að sjálfvirknivæða bókhaldið.

Sjálfvirkni ber með sér marga kosti, í nútímasamfélagi er tími af skornum skammti, þitt fyrirtæki sparar mikilvægan tíma með því að taka upp rafrænar sendingar á reikningum og öðrum viðskiptaskjölum. Starfsfólkið hefur þá meiri tíma í að sinna mikilvægari verkum.

Sparnaður á tíma og vinnu verður enn meiri þegar þitt fyrirtæki byrjar einnig að taka á móti rafrænum reikningum, þá fara reikningarnir beint inn í þitt bókhaldskerfi, einfaldara verður það varla.

Sparar kostnað

Time is money eins og skáldið sagði, því erum við hjá Unimaze svo sannarlega sammála. Lausnir Unimaze munu spara þínu starfsfólki dýrmætan tíma með aukinni sjálfvirknivæðingu innkaupaferilsins. Þar að auki er það að senda rafræna reikninga margfalt ódýrari en að senda reikninga á pappír. Allur efniskostnaður er sparaður og rafrænar sendingar hafa í för með sér gríðarlegan sparnað á sendingarkostnaði.

Rekjanleiki og aukin yfirsýn

Með því að senda rafræna reikninga getur þú séð nákvæmlega hvenær reikningurinn var sendur, hvenær hann barst til móttakanda og hvenær móttakandi náði í reikninginn. Ef reikningnum er hafnað sést það samstundis svo hægt sé að bregðast fljótt og örugglega við.

Með lausn Unimaze getur þú séð alla þá reikninga sem þitt fyrirtæki hefur sent og flokkað eftir t.d. viðskiptamönnum eða dagssetningu. Einnig er hægt að sjá alla samskiptasögu við ákveðna viðskiptamenn og gera athugasemdir við reikninga, allt á sama staðnum.

Skilvirkari greiðslur

Að fá reikninga greidda á réttum tíma skiptir öll fyrirtæki máli, með því að senda rafrænan reikning sem fer beint í bókhaldskerfi móttakanda margfaldast líkurnar á því að fá reikninginn greiddan á tilsettum tíma. Engar tafir vegna sendinga eða vegna seinagangs hjá móttakanda, sjálfvirkt bókhald er skilvirkt bókhald.

Fljótlegt, einfalt og þægilegt.

Hvort sem þitt fyrirtæki sendir rafræna reikninga gegnum bókhaldskerfið ykkar eða beint í gegnum notendaviðmót Unimaze þá gengur ferlið snurðulaust fyrir sig, þú fyllir inn upplýsingarnar og ýtir á takka, svo einfalt er það.

Hver getur móttekið rafræna reikninga?

Ef þú ert í vafa um hvort fyrirtæki sem þú ert í viðskiptum við geti móttekið rafræna reikninga, getur þú flett kennitölu þeirra upp á Peppol með e-business tools.

Start Sending E-Business Documents Now

Prufaðu Unimaze Platform í dag!

Fleira á Unimaze Platform

Sjálfvirkar - Viðskiptaskuldir

Sjálfvirkni reikninga okkar getur unnið úr viðskiptaskuldum og viðskiptakröfum, sem gerir það að heildarlausn fyrir reikningsþarfir þínar.

Sannreining reikninga

Peppol Validator gerir auðvelda og fljótlega staðfestingu á skjölum sem þú sendir á Peppol Netið. Validator styður flest þau skjöl sem eru til opinberlega aðgengilegir.

Rekja reikninga

Rekja og pinna - gerir þér kleift að festa skjölin þín við mælaborðið þitt á Unimaze Platform

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar