Unimaze Platform

Móttaka rafrænna reikninga

Öryggi – Tímasparnaður og sjálfvirkni – Umhverfisvæn viðskipti – Aukinn hagnaður.

Til að hagræðið frá rafrænum reikningum sé sem mest er lykilatriði að senda bæði og móttaka rafræna reikninga og önnur viðskiptaskjöl.

Unimaze Platform

Hagræðing þess að móttaka rafrænna reikninga.

Til að hagræði af rafrænum viðskiptum sé sem mest er lykilatriði að taka einnig á móti rafrænum reikningum.

Þegar þitt fyrirtæki velur að móttaka rafræna reikninga fara reikningarnir beint inn í bókhaldskerfið ykkar, þetta sparar tíma og vinnu af ykkar hálfu og kemur í veg fyrir mannleg mistök eins og innsláttarvillur. Reikningurinn færist sjálfkrafa inn í bókhaldið þannig starfsmenn geta einbeitt sér að mikilvægari verkefnum.

Öryggi

Móttaka rafræna reikninga er öruggara en önnur sendingarform t.a.m. reikningar á pappír eða í tölvupósti. Unimaze uppfyllir öll helstu nauðsynleg öryggisskilyrði og kerfið er hýst í skýinu til að engin gögn tapist.

Tímasparnaður og sjálfvirkni

Vinnutími starfsfólks er mikilvæg auðlind í rekstri fyrirtækis, hann er þó af skornum skammti og það þarf að fara vel með hann. Að pikka inn tölur í bókhaldið ætti að vera hluti af fortíðinni. Þú og þínir starfsmenn hafa mikilvægari hnöppum að hneppa og með því að auka sjálfvirkni bókhaldsins gefst meiri tími í mikilvægari verkefni.

Umhverfisvæn viðskipti

Með því að taka upp stafrænar lausnir og minnka pappírsnotkun fyrirtækisins er þitt fyrirtæki að taka þátt í að hjálpa umhverfinu og minnka kolefnissporið sitt. Að spara pappírinn hlífir ekki bara trjánum sem veita okkur súrefni heldur sparar það vatnið okkar, þar sem það þarf ógrynni vatns í framleiðslu á hefðbundnum skrifstofupappír. Pappírslaus viðskipti eru umhverfisvæn viðskipti.

Aukinn hagnaður

Stafrænar lausnir og aukin sjálfvirkni minnkar kostnað og sparar þínu fyrirtæki pening. Með því að senda og móttaka rafræn viðskiptaskjöl útrýmir þú efniskostnaði vegna pappírs og umslaga sem og kostnaði við hefðbundna póstsendingu. Þetta þýðir að þú sparar pening við hvern einasta reikning, kreditnótu, tilboð og pöntun sem þú sendir og móttekur, það er fljótt að safnast saman.

Hagnaðurinn felst einnig í því að viðskiptin geta gengið mun hraðar fyrir sig en ella. Engin þörf á að bíða eftir póstinum eða tölvupóstinum, færa síðan gögnin inn í þína tölvu og ef eitthvað stemmir ekki, senda svar, bíða eftir svari og endurtaka leikinn á ný. Rafræn skeyti birtast samstundis og þau birtast beint inn í þitt bókhaldskerfi, villulaust.

Hver getur móttekið rafræna reikninga?

Ef þú ert í vafa um hvort fyrirtæki sem þú ert í viðskiptum við geti móttekið rafræna reikninga, getur þú flett kennitölu þeirra með e-business tools.

Get started with E-invoicing

Fleira á Unimaze Platform

Skeytamiðlun

Skeytamiðlarar tengjast neti annarra skeytamiðlara svo notendur geti sent sín skeyti hratt og örugglega bæði innanlands og erlendis, sama hvaða skeytamiðlara þeirra móttakendur notast við.

Rekja reikninga

Rekja og pinna - gerir þér kleift að festa skjölin þín við mælaborðið þitt á Unimaze Platform

Rafrænar tilboðsbeiðnir

Hafðu allar tilboðsbeiðnir þínar og sendingar á sama stað og allar pantanir þínar og reikninga – og allt rafrænt og sjálfvirkt. Þessi fítus á appinu okkar mun losa um tíman þinn og draga úr rekstrarkostnaðinum þínum.

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar