Unimaze Platform

Skeytamiðlun

Miðlun skeytanna fer fram í skýinu og engin þörf er á því að notendur skeytamiðlunarinnar niðurhali sérstöku forriti.

Skeytamiðlarar tengjast neti annarra skeytamiðlara svo notendur geti sent sín skeyti hratt og örugglega bæði innanlands og erlendis, sama hvaða skeytamiðlara þeirra móttakendur notast við.

Unimaze Platform

Skeytamiðlun

Hvað er skeytamiðlari?

Unimaze er skeytamiðlari, en hvað er það eiginlega? Skeytamiðlari eins og nafnið gefur til kynna miðlar skeytum frá einum aðila til annars. Skeytin eru öll á öruggu og stöðluðu rafrænu formi. Miðlun skeytanna fer fram í skýinu og engin þörf er á því að notendur skeytamiðlunarinnar niðurhali sérstöku forriti. Skeytamiðlarar tengjast neti annarra skeytamiðlara svo notendur geti sent sín skeyti hratt og örugglega bæði innanlands og erlendis, sama hvaða skeytamiðlara þeirra móttakendur notast við.

Hvað er Peppol?

Unimaze er hluti af Peppol samskiptanetinu, en Peppol gerir fyrirtækjum kleift að senda rafræn skjöl með einföldum hætti til fyrirtækja í öllum þeim löndum sem Peppol starfar. Peppol netið var fyrst búið til svo einfalda mætti rafræn viðskipti innan Evrópu en nær nú til margra annarra landa ss. Ástralíu og Singapore.

Skeytamiðlun og Staðlar

Til þess að miðlun rafrænna skeyta geti gengið eins hratt fyrir sig og raun ber vitni um þurfa skjölin að vera á stöðluðu formi. Til eru margvíslegir staðlar fyrir rafræn viðskiptaskjöl og Unimaze er leiðandi afl í upptöku nýrra staðla á Íslandi. Þar má nefna nýjasta evrópska staðalinn sem í daglegu tali er kallaður Evrópska Normið, sá staðall mun auðvelda viðskipti við Evrópu svo um munar.

Ástæðan fyrir stöðlum er sú að öll lönd og jafnvel einstaka fyrirtæki vilja hafa sínar reglur á því hvernig þau vilja hafa reikningana sína sem og önnur viðskiptaskjöl. Með svona margar tegundir af rafrænum skjölum væri ógerlegt að láta flæði rafrænna viðskiptaskjala ganga hratt og hnökralaust fyrir sig, þess vegna er notast við staðla þar sem sammælst hefur verið um hvaða atriði eiga að vera á hverju skjali fyrir sig og hvernig þau skulu vera upp sett. Með því getur skeytamiðlari miðlað skjali frá bókhaldskerfi sendanda beint inn í bókhaldskerfi móttakanda hratt og örugglega.

Vissir þú að þú getur valið þér skeytamiðlara?

Þitt bókhaldskerfi hefur mögulega einhverjar tengingar við ákveðinn skeytamiðlara, en þú getur valið hvaða skeytamiðlara þú vilt nýta þér. Við viljum vera þitt fyrsta val þegar kemur að skeytamiðlun, við bjóðum þér úrvals þjónustu og tækni í hæsta gæðaflokki. Smelltu hér er yfirlit yfir þau bókhaldskerfi sem nú þegar eru með tengingar við skeytamiðlun Unimaze.

Fleira á Unimaze Platform

Rekja reikninga

Rekja og pinna - gerir þér kleift að festa skjölin þín við mælaborðið þitt á Unimaze Platform

Rafræn Pöntunarstjórnun

Frá Innkaupa- til greiðsluferlið þitt getur verið að fullu stafrænt og þú munt hafa öll viðskiptaskjölin þín á einum stað.

Sjálfvirkar - Viðskiptaskuldir

Sjálfvirkni reikninga okkar getur unnið úr viðskiptaskuldum og viðskiptakröfum, sem gerir það að heildarlausn fyrir reikningsþarfir þínar.

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar