Sendill

Sendill heitir nú Unimaze og er með starfsemi og þjónustar fyrirtæki um heim allan.

Sendill er íslenskt sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2003 og hóf starfsemi með sérhæfingu í rafrænum viðskiptum og skeytamiðlun árið 2006. Sendill heitir nú Unimaze og er með starfsemi og þjónustar fyrirtæki um heim allan.

Um Unimaze

Um Sendil

Sendill er íslenskt sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2003 og hóf starfsemi með sérhæfingu í rafrænum viðskiptum og skeytamiðlun árið 2006. Sendill heitir nú Unimaze og er með starfsemi og þjónustar fyrirtæki um heim allan.

Unimaze hefur frá upphafi lagt áherslu á sérhæfingu í rafrænum viðskiptum og bæði þróað hugbúnað og veitt ráðgjöf um rafræn viðskipti. Meðal viðskiptavina eru fyrirtæki bæði heima og erlendis.

Markmið Unimaze eru að þróa hugbúnað og veita þjónustu til að auðvelda rafræn viðskipti, gera þau hagstæðari og hjálpa til við að ná meiri útbreiðslu heldur en áður hafði þekkst í rafrænum viðskiptum með EDI tækninni, sem að mjög litlu leyti hafði náð til lítilla og meðalstórra fyrirrtækja.

Sendill – Skeytamiðlun og Staðlar

Sérfræðingar okkar hafa víðtæka þekkingu á hinum rafrænu stöðlum ebXML og UBL 2.0 og hafa unnið náið með ICEPRO, Samstarfi um rafræn viðskipti og NES hópsins við samnorræna skilgreiningu á notkun UBL 2.0 staðalsins. Þá höfum við tekið þátt í staðlastarfi CEN/BII og PEPPOL og unnið sem ráðgjarfar fyrir CEN, Staðlaráð Evrópu um meðhöndlun rafrænna reikninga.

Við trúum því að nauðsynlegt sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum til að ná því markmiði að gera rafræn viðskipti almennari og þess vegna styðjum við UBL, NES, BII, ebXML og PEPPOL staðlana og mælum með notkun þeirra.
Frekari upplýsingar um skeytamiðlun.

Áður sendill – núna Unimaze

Frá upphafi félagsins til ársins 2020 var jafnan notast við vöruheitið Sendill á Íslandi og heimasíða félagsins var sendill.is. Í ljósi þess að félagið hóf undirbúning að bjóða þjónustu sína af kafti einnig erlendis var ákveðið að nota alfarið eitt heiti, Unimaze. Var þetta gert til að minnka flækjustig og kostnað og efla vöruheitið Unimaze.

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar