Um Origo
Origo býður upp á öflugt lausnaframboð fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Allt frá búnaði, stafrænni umbreytingu, kerfisrekstri og þjónustu að upplýsingaöryggi, ERP og BI, ásamt stafrænum heimi. Við bjóðum ennfremur upp á sérhæfðara lausnaframboð fyrir banka, mannauðsdeildir, ferðaiðnaðinn, orkugeirann og heilbrigðisstofnanir.
Við trúum að betri tækni bæti lífið. Reynsla okkar sýnir að við ávinnum okkur traust með sérþekkingu okkar og með því að hlusta á viðskiptavini okkar. Þetta, ásamt þekkingu á markaðnum, gefur okkur tækifæri til að búa til lausnir og þjónustu sem breyta leiknum – til góðs. Við erum stöðugt að þróa lausnir og þjónustu með það að markmiði að viðskiptavinir okkar skari fram úr.