Samstarfsaðilar

Regla - Viðskiptahugbúnaður

Pantanakerfi, verkbókhald, afgreiðslukerfi og meira ..

Fyrir utan Fjárhagskerfi, Sölu- og birgðakerfi og Launakerfi sem eru hefðbundnar einingar í viðskiptahugbúnaði hefur Regla einnig þróað Innkaupa- og pantanakerfi, Verkbókhald, Áskriftarkerfi, Afgreiðslukerfi, Eldhúskerfi veitingastaða og tengingar við vefverslanir. Öll kerfin tala saman og færslur uppfærast í rauntíma.

Samstarfsaðilar

Um Reglu

Viðskiptahugbúnaður Reglu er skýjalausn, aðgengileg á netinu hvar og hvenær sem er.

Þróunarstefna Reglu hefur frá upphafi byggst á að sjálfvirknivæða vinnu við bókhald fyrirtækja, leitast við að minnka pappírsvinnuna og gera reksturinn betri og réttari. Regla hefur einnig verið í fararbroddi hvað varðar rafræn samskipti. Regla er íslenskur hugbúnaður, þróaður fyrir íslenskar aðstæður. Notendahópur Reglu hefur stækkað jafnt og þétt, um 2.000 fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, úr flestum geirum atvinnulífsins nýta sér Reglu og hugbúnaðurinn tekst nú á við sífellt stærri fyrirtæki með flókinn rekstur.

Þjónustustefna Reglu hefur alltaf verið einföld, við gerum það sem við mögulega getum til að aðstoða okkar viðskiptavini, við bjóðum upp á frí námskeið og leiðbeinum í gegnum síma eða tölvupóst.

Lausnir Reglu

Fyrir utan Fjárhagskerfi, Sölu- og birgðakerfi og Launakerfi sem eru hefðbundnar einingar í viðskiptahugbúnaði hefur Regla einnig þróað Innkaupa- og pantanakerfi, Verkbókhald, Áskriftarkerfi, Afgreiðslukerfi, Eldhúskerfi veitingastaða og tengingar við vefverslanir. Öll kerfin tala saman og færslur uppfærast í rauntíma.

Skrifstofan í símann er stefnan þetta árið og þegar hefur nokkrum snjallforritum verið hleypt af stokkunum.

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar