Samstarfsaðilar

Stólpi - Íslenskt bókhaldskerfi

Hannað í Windows umhverfi sem býður upp á fjölmargar tengingar og möguleika við önnur kerfi.

Stólpi er alíslenskt bókhalds- og upplýsingakerfi í skýinu hannað með þarfir íslenskra fyrirtækja í huga.

Samstarfsaðilar

Um Stólpa

Stólpi viðskiptalausnirer fyritækið á bak við Stólpa. Saga félagsins spannar yfir 35 ár eða frá því að fyrsta útgáfan af Stólpa leit dagsins ljós, þá í DOS umhverfi. Frá 2001 hefur Stólpi verið í Windows umhverfi og er kerfið að taka mánaðarlegum breytingum eftir því sem þarfir atvinulífsins þróast og breytast. Óhætt er að fullyrða að ekkert bókhaldskerfi hefur átt eins langa og farsæla sögu með íslenskum fyrirtækjum í yfir 35 ár, enda fjölmörg fyrirtæki sem hafa notað kerfið frá upphafi og fleiri ný bætast stöðugt við.

Lausnir Stólpa

Stólpi er alíslenskt bókhalds- og upplýsingakerfi í skýinu hannað með þarfir íslenskra fyrirtækja í huga. Það er hannað í Windows umhverfi sem býður upp á fjölmarga tengingar og möguleika við önnur kerfi, svo og samtvinningu við Excel, Power-BI og aðrar lausnir frá Microsoft.

Stólpi samanstendur af öllum helstu grunneiningum bókhaldskerfis svo sem einföldu en öflugu fjárhagsbókhaldi, sölukerfi, birgðakerfi, launakerfi, verkbókhaldi, stimpilklukku, tollakerfi og fleiri kerfum eftir margbreytilegum og ólíkum þörfum íslenskra fyrirtækja.

Þjónustuborð Stólpa er samansett af vel þjálfuðum hópi sérfræðinga með mikla reynslu á ólíkum sviðum sem tryggir úrvals þjónustu til notenda. Mjög einfalt er að senda og móttaka rafræna reikninga í Stólpa og hefur fyrirtækið verið leiðandi á þessu sviði til fjölda ára.

Afhverju valdi Stólpi að nota skeytamiðlun Unimaze

Samstarf Stólpa og Unimaze hófst nú nýlega er félögin hófu sameiginlega hönnun og innleiðingu á rafrænnum tjónareikningum fyrir íslensk tryggingafélög. Með því er enn eitt skrefið stigið í innleiðingu rafrænna reikninga hér á landi. Ljóst er að hjá Unimaze er öflugur hópur sérfræðinga sem er fær um að finna lausnir við krefjandi verkefni.

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar