Umsagnir viðskiptavina
Okkur hjá Unimaze finnst mikilvægt að viðskiptavinir okkar upplifi góða þjónustu og að lausnirnar okkar skili góðum árangri.
Hrós dagsins fer til Unimaze Software fyrir frábært samstarf á innleiðingu á rafrænum reikningum og nýju samþykktarkerfi fyrir okkur hjá Samkaup hf. Virkilega ánægulegt að vinna með Unimaze Software þau hafa fengið allskonar áskoranir í innleiðingunni og staðið sig frábærlega.
Ester Sif Harðardóttir - Samkaup.
„Þökkum Unimaze fyrir frábæra þjónustu. Góð þjónusta og fagmennska. Mæli 100% með Unimaze. „😊
Elísabet M. Jóhannesdóttir, Samningaumsjón og fjárstýring - Origo.
Unimaze hefur verið einn af helstu þjónustu aðillum borgarinnar fyrir lausnir á rafrænum reikningum í meira en áratug. Þeir hafa verið lykilaðili í innleiðingu rafrænna vörulista og rafrænna pantana og sérsniðna vefgátt (Reikningavefur) fyrir smærri birgja til að senda rafræna reikninga til Reykjavíkurborgar. Góð þjónusta, fagmennska og gæði er þerra meginmál.
Lúðvík Vilhelmsson, Agresso sérfræðingur - Reykjavíkurborg.
Takk fyrir frábæran og upplýsandi fund. Hér hjá okkur var fólk virkilega hrifið og glatt með lausnina. Við munum nota þessar lausnir strax á morgun, sjáum þetta gera ansi mikið fyrir Uniconta. Við höfum mikinn áhuga á að halda áfram og verður gaman að sjá Teams appið í virkni þegar það kemur. Ég held að ef við getum samþáttuð Uniconta samþykktar kerfið við ykkar reikningakerfi væri það meiriháttar. Hlökkum til morgundagsins í stóru samhengi, þetta var meiriháttar Sólstöðu fundur!
Takk fyrir að bregðast hratt og vel við.
Rúnar Sigurðsson Framkvæmdastjóri - CEO hjá Svar/Uniconta