Grein

Nýr rafrænn reikningur í vexti

7. september 2019

Unimaze er eini skeytamiðlarinn á Íslandi sem getur bæði stutt við sendingu og móttöku á nýja rafræna reikningnum.

Evrópska normið – EN

Árið 2019 gaf ríkið út fyrirmæli þess efnis að kaupendur í opinberum innkaupum skyldu taka við hinum nýja samevrópska rafræna reikningi (Evrópska normið – EN). Það var síðan gefið út í byrjun árs 2020 að ríkið myndi hætta að taka við reikningum á pappír og taka einungis við rafrænum reikningum. Innleiðingin fór hægt af stað, en svo fór að draga til tíðinda í lok 2020 og byrjun 2021 þegar Ice verkefninu lauk. Verkefnið snerist um að 8 fyrirtæki og opinberar stofnanir á Íslandi fengu styrk frá Evrópusambandinu til þess að innleiða nýja rafræna reikninginn (EN), Unimaze spilaði lykilhlutverk í aðstoð við innleiðingu og verkefnastjórnun ásamt Staðlaráði og Icepro. Árangurinn er strax mælanlegur, en í mars 2021 voru sendir þrisvar sinnum fleiri EN reikningar heldur en í janúar sama ár.

Unimaze er eini skeytamiðlarinn á Íslandi sem getur bæði stutt við sendingu og móttöku á nýja rafræna reikningnum og við erum stolt af því að hafa verið liður í aukinni notkun þessarar útgáfu hér á landi. Við höfum fulla trú á því að notkun þessa reiknings muni aðeins aukast eftir því sem líður á árið, sem mun hafa í för með sér aukin hagnað og öryggi fyrir notendur og á sama tíma auðvelda millilandaviðskipti.

Tengt efni

11. júlí 2024 | Grein

Unimaze hefur hlotið gæðavottun samkvæmt ISO 27001 staðlinum, en hann er virtasti alþjóðlegi staðallinn í stjórnun upplýsingaöryggis.

7. júní 2022 | Grein

Við kynnum lok POOL-TSPs verkefnisins

1. nóvember 2020 | Grein

Unimaze með stílsnið fyrir Peppol BIS EN