Þessi framsetning var skilgreind sem aðvörun í Peppol áður en mun frá 15. nóvember næstkomandi verða skilgreind sem villa og fellur þannig á sannreyningu. Samkvæmt skilmálum þjónustuaðila við Peppol er bannað að dreifa slíkum skjölum milli aðila á Peppol netinu.
Grein
Breytingar á eindaga
1. október 2020
CEN nefndin TS434 hefur gert breytingar á viðskiptareglum þannig að útfærsla FUT/GRV á eindaga mun hætta að virka.
Núverandi útgáfa tækniforskriftar TS236
CEN nefndin TS434 hefur gert breytingar á viðskiptareglum þannig að útfærsla FUT/GRV á eindaga mun hætta að virka.
Núverandi útgáfa tækniforskriftar TS236 lýsir eindaga sem:
Eftirfarandi breyting á framsetningu
Tækninefnd FUT-GRV hefur samþykkt að gerð verði eftirfarandi breyting á framsetningu.
Hægt verður að nota nýja framsetningu á eindaga strax.
Nýir skattflokkar í BISENUBL
Við erum þessa stundina að gera aðlaganir á kerfum okkar til að nýta nýja skattflokka sem Peppol skilgreinir í Peppol BIS3 Billing og eru þar með hluti af tækniforskrift TS236:
Þetta eru fjórir flokkar:
- ReverseCharged VAT reverse charge (AE)
- FreeExportTaxNotCharged Free export item, VAT not charged (G)
- OutsideTaxScope Services outside scope of tax (O)
- ExemptEuropeanEconomicArea VAT except for EEA intra-community supply of goods and services (K)
Þetta þarf að hafa í huga þegar skattflokkar í bókhaldskerfi eru tengdir við skattflokka í rafrænum reikningi.
Helstu breytingar frá fyrri tækniforskriftum eru:
- Það er ekki ætlast til þess að notað sé ZeroRated nema að vara sé án skatts.
- Nú er hægt að nota FreeExportTaxNotCharged og ExemptEuropeanEconomicArea fyrir millilandaviðskipti. Áfram er hægt að nota Exempt sem eldri tækniforskriftir nota, en við höfum ekki kannað hvort viðskiptareglur geri sérstakar kröfur um notkun þessara skattflokka eftir því hvort um er að ræða viðskipti innanlands eða milli landa. Auk þess er gerð krafa um að tilgreina ástæður fyrir undanþágu sem gæti verið mismunandi eftir aðstæðum og notkun.
- Nú verða allar línur að vera í skattflokki OutsideTaxScope ef ekki er tilgreint virðisaukaskattsnúmer á reikningi.