Ferlar - Rafræn viðskipti

Innkaupaferli

Aukin hagkvæmni

Unimaze er hugbúnaðarfyrirtæki sem byggt hefur stafrænt umhverfi sem tengir þig og mótaðila þína með fullri sjálfvirkni í innkaupa- og reikningaferlum.

Rafræn viðskipti

Hvað eru rafrænir reikningar?

Rafrænir reikningar eru gefnir út, sendir, og mótteknir á samræmdu rafrænu formi. Þeir eru byggðir skipulega upp og sendir beint frá viðskiptakerfi sendanda til viðskiptakerfis móttakanda. Þetta dregur verulega úr hættu vegan mannlegra mistaka í ferlinu þar sem ekki þarf að slá þá handvirkt inn við móttöku. Þeir eru ódýrari og vistvænni en pappírsreikningar og spara ómældan tíma í samanburði við þá.

Hver eru skrefin frá innkaupum að greiðslu?

Innkaupateymi greina þarfir fyrirtækis þvert á deildir og skilgreina þær fyrir afurðir og þjónustu, viðmiðunarskilmála og verkþarfir.
Innkaupateymi greina þarfir fyrirtækis á afurðum og þjónustu niður á deildir.

1 Þarfagreining

Innkaupateymi greina þarfir fyrirtækis þvert á deildir og skilgreina þær fyrir afurðir og þjónustu, viðmiðunarskilmála og verkþarfir.

2 Skilgreina þarfir og skilmála

Formlegar innkaupaþarfir og -skilmálar eru síðan skilgreindar. Innkaupabeiðni þarf að uppfylla allar fyrirfram skilgreinda ferla áður en hún er lögð fram.

Innkaupastjórn eða aðrir deildarstjórar fara yfir beiðnir og samþykkja eða hafna ef ferlum hefur ekki verið fylgt eða skilyrði ekki uppfyllt.
Innkaupastjórn eða aðrir deildarstjórar fara yfir beiðnir og samþykkja eða hafna.

Skref 3 Samþykki beiðna

Innkaupastjórn eða aðrir deildarstjórar fara yfir beiðnir og samþykkja eða hafna ef ferlum hefur ekki verið fylgt eða skilyrði ekki uppfyllt.

Skref 4 Búa til pantanir, innkaup

Næsta skref er að búa til pantanir fyrir samþykktum innkaupum, eða ef um ódýr innkaup er að ræða, kaupa beint af búð.

Skref 5 Samþykkt pantana

Rétt eins og beiðnir verða að vera samþykktar, verða innkaupapantanir líka að vera samþykktar. Þessi athugun er til að tryggja nákvæmni og lögmæti umbeðinna hluta. Samþykktar innkaupapantanir eru síðan sendar til birgja. Seljendur hafa getu til að semja um, samþykkja eða hafna innkaupapöntun. Þegar seljandi hefur samþykkt innkaupapöntun, gera bæði kaupandi og birgir lagalega bindandi samning.

Skref 6 Móttaka

Seljandi afhendir vöru og kaupandi gengur úr skugga um að hún standist á við pöntun og uppfylli kröfur. Hægt er að hafna móttöku ef varan stenst ekki skoðun.

Skref 7 Frammistaða seljanda

Seljandi er metinn á grundvelli atriða s.s. uppfyllingu samnings, gæði vöru, svartíma, afgreiðslutíma og kostnaðar.

Skref 8 Samþykki reiknings

Reikningur sem berst er sendur til fjármálateymis til afgreiðslu. Hann er borinn saman við móttökuseðil og staðfest að allt stemmi. Ef svo er ekki er reikningi hafnað og hann endursendur til seljanda til leiðréttingar.

Skref 9 Greiðsla

Samþykktur reikningur er greiddur skv skilmálum í reikningi, hvort sem það er staðgreitt, með afborgunum, eða fullnaðargreiðsla eftir að áður hefur verið greitt inn á.

Almenn ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í gegnum heim rafrænna reikninga

Við tengjum þig við alþjóðlega rafræna reikninga

Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf hjá Unimaze. Með því að bóka fund með okkur færðu allt umfang Unimaze vettvangsins, lausnirnar sem við bjóðum upp á og tæknilega ráðgjöf ef þess er óskað án skuldbindingar um að skrá þig hjá okkur. Fáðu ókeypis viðtalstíma í dag með því að bóka fund og fylla út formið á hlekknum hér að neðan.

Almenn rágjöf
  • Kostir rafrænna reikninga
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Kynning á lausnum okkar