Skref 5 Samþykkt pantana
Rétt eins og beiðnir verða að vera samþykktar, verða innkaupapantanir líka að vera samþykktar. Þessi athugun er til að tryggja nákvæmni og lögmæti umbeðinna hluta. Samþykktar innkaupapantanir eru síðan sendar til birgja. Seljendur hafa getu til að semja um, samþykkja eða hafna innkaupapöntun. Þegar seljandi hefur samþykkt innkaupapöntun, gera bæði kaupandi og birgir lagalega bindandi samning.
Skref 6 Móttaka
Seljandi afhendir vöru og kaupandi gengur úr skugga um að hún standist á við pöntun og uppfylli kröfur. Hægt er að hafna móttöku ef varan stenst ekki skoðun.
Skref 7 Frammistaða seljanda
Seljandi er metinn á grundvelli atriða s.s. uppfyllingu samnings, gæði vöru, svartíma, afgreiðslutíma og kostnaðar.
Skref 8 Samþykki reiknings
Reikningur sem berst er sendur til fjármálateymis til afgreiðslu. Hann er borinn saman við móttökuseðil og staðfest að allt stemmi. Ef svo er ekki er reikningi hafnað og hann endursendur til seljanda til leiðréttingar.
Skref 9 Greiðsla
Samþykktur reikningur er greiddur skv skilmálum í reikningi, hvort sem það er staðgreitt, með afborgunum, eða fullnaðargreiðsla eftir að áður hefur verið greitt inn á.