Þann 12. nóvember fór fram morgunfundur á vegum Icepro, Staðlaráðs Íslands og Unimaze.
Þar var fjallað um ávinning og hagræði í tengslum við einföldun í viðskiptum á milli fyrirtækja. Hvernig rafrænir reikningar geta sparað stórum og smáum fyrirtækjum verulegar upphæðir – hver vill ekki vera með í því?
Ísland er í fararbroddi í Evrópu í innleiðingu á rafrænum reikningum en þó má enn gera töluvert betur og má reikna með að enn séu ca 20 milljónir reikninga í umferð sem hægt er að koma á rafrænt form. Þessi reikningar kosta þjóðarbúið gróft metið um 40 milljarða króna.
Þeir sem vilja kynna sér málið eru hvattir til að skipta alfarið yfir í rafræna reikninga, pantanir og aðrar lausnir sem auðvelda og einfalda sjálfvirkni, minnka villuhættu og aðra sóun.
Dagsskrá fundarins var eftirfarandi:
- Inngangur – Einar Geir Jónsson, Unimaze
- Skiptir máli að uppfæra rafrænan reikning í nýjustu útgáfu (TS236)? Hvernig nýtist það best? – Markús Guðmundsson, Unimaze
- Staðan á Íslandi í dag – Bergljót Kristinsdóttir, Icepro
- Rafræn viðskipti, heilræði ráðgjafans – Davíð Stefán Guðmundsson, Deloitte