Vinnan í kringum NemHandel netið og hin svokölluðu viðskiptaskjöl á OIO sniði hófst árið 2005.
Það frumkvöðlastarf hafa önnur lönd innan Evrópu byggt sína vinnu á og þar má nefna samstarf norræna þjóða um NES staðalinn (2007) sem margir hafa heyrt af og nú síðar BII staðalinn sem Evrópusambandið bjó til í framhaldi af NES vinnunni.
Bein samskipti við Danmörku
Unimaze er eini íslenska aðilinn sem býður upp á beintengingu við danska NemHandel netið. Samstarfsaðilar Unimaze, annars vegar DK hugbúnaður fyrir DK kerfið og Reynd fyrir Navision kerfið hafa þróað stuðning við OIOUBL staðalinn sem viðskiptavinir þeirra nota til að senda á NemHandel netið í gegnum Miðlun Sendils.
Yfir 80.000 fyrirtæki og nær allar opinberar stofnanir í Danmörku eru tengdar NemHandel netinu.
Þar sem Íslendingar eiga í töluverðum viðskiptum við Danmörku, er þetta kjörin leið fyrir fyrirtæki til að senda reikningana rafrænt og fá reikningana þar með greidda hraðar og örugglega.
Uppfletting á Nemhandel netinu
Ef þitt fyrirtæki er í viðskiptum við Danskt fyrirtæki getur þú sent til þeirra rafræn skjöl í gegnum Nemhandel, notaður uppflettitól Unimaze til að athuga hvort ykkar viðskiptamenn noti Nemhandel, nálgast má tólið hér.