Skeytamiðlun í samræmi við kröfur Evrópusambandsins
Grein

Sendill - Uppfærsla

7. júní 2022

Sendill/Unimaze Innleiðir skeytamiðlun í samræmi við kröfur Evrópusambandsins

Sendill/Unimaze Innleiðir skeytamiðlun í samræmi við kröfur Evrópusambandsins

Sendill is Unimaze ehf. hefur uppfært sín kerfi fyrir skeytamiðlun í samræmi við kröfur Evrópusambandsins. Þannig er fyrirtækið tilbúið fyrir miklar breytingar sem eiga sér stað á næstunni og mun geta boðið viðskiptasínum upp á að nota nýjustu tækni.

Í lok desember síðastliðnum lauk samhæfnisvottunum og er kerfið þannig með þeim fyrstu að ná slíkri vottun, sem annars vegar fólst í samhæfni við kröfur um skeytamiðlum í samræmi við eDelivery eSENS AS4 skilgreiningu og hins vegar á uppflettingum í samræmi við eSENS útfærslu á SMP skilgreiningu.

eSENS, OpenPEPPOL og eDelivery

eDelivery er ein af byggingareiningum “Connecting Europe Facility” (CEF) sem hjálpar opinberum aðilum að skiptast á rafrænum gögnum og skjölum við aðra opinbera aðila, fyrirtæki og ríkisborgara á samhæfðan (interoperable), öruggan (secure), áreiðanlegan (reliable) og traustan (trusted) hátt.

Hin nýja AS4 skilgreining mun taka til bæði viðskiptaskjala og til miðlunar almennra skjala og gagna sem þarf að miðla með öruggum hætti milli opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga.

Evrópusambandið og OpenPeppol gerðu með sér samning 19. september 2016 um miðlun með viðskiptaskjöl yrði færð úr eldri skilgreiningu AS2 yfir í AS4, sem tæknilega er að mörgu leyti gjörólík skilgreining, en með þessu móti verður meiri samhæfing milli þjónustuaðila sem bjóða upp á skeytamiðlun.

8. desember síðastliðinn kom út frumútgáfa af PEPPOL AS4 skilgreiningu sem byggir á eDelivery eSENS skilgreiningunni og á næstunni mun OpenPEPPOL tilkynna áætlarnir sínar um hvenær PEPPOL AS4 skilgreiningin mun verða tekin í notkun á OpenPEPPOL netinu. Með innleiðingunni mun stuðningur við stærri skeyti batna þar sem skjöl í AS4 geta verið afhend þjöppuð.

Multiple Access to eDElivery verkefnið

Innleiðingin er unnin sem hluti af MADE (Multiple Access to eDElivery) verkefninu sem er stutt af Evrópusambandinu í gegnum “Connecting Europe Facility” (CEF) efnisskrána. Auk þess að þróa og innleiða skeytamiðlun og uppflettingar mun í verkefninu verða miðluð skeyti milli fyrirtækja á Íslandi, Noregi, Danmörku, Hollands og Spánar.

Nánari upplýsingar um vottanir um samhæfni við eDelivery AS4 og eSENS SMP má finna hér:

Tengt efni

Samþættingarprófum lokið
7. júní 2022 | Grein

Samþættingarprófum lokið hjá CEF Digital (eInvoicing)

1. nóvember 2020 | Grein

Unimaze með stílsnið fyrir Peppol BIS EN

1. febrúar 2018 | Grein

Framtíðin er komin