
Unimaze hefur hlotið gæðavottun samkvæmt ISO 27001 staðlinum, en hann er virtasti alþjóðlegi staðallinn í stjórnun upplýsingaöryggis.
Unimaze fagnar því í dag að hljóta ISO/IEC 27001:2022 gæðavottun.
Unimaze fagnar því í dag að hljóta ISO/IEC 27001:2022 gæðavottun. Vottunin staðfestir að Unimaze uppfyllir þær kröfur sem ISO 27001 staðallinn gerir um upplýsingaöryggi fyrirtækja.
Staðallinn tilgreinir kröfur um að innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi. Staðallinn felur einnig í sér kröfur um áhættumat og úrbætur vegna upplýsingaöryggis, sem sniðið er að þörfum félagsins.
Úttekt var gerð á starfsemi Unimaze út frá staðlinum í lok júní 2024 en mánuðina þar á undan var mikil vinna lögð í að innleiða og uppfylla háar kröfur og skilyrði fyrir þessari vottun og hefur sú vinna sem starfsfólk lagði á sig nú borið árangur og fyrirtækið fengið vottunina staðfesta.
Þetta er þó aðeins fyrsta skrefið því mikilvægt starf er framundan við að viðhalda vottuninni og sinna stöðugum umbótum hvað varðar stjórnun upplýsingaöryggis í þágu viðskiptavina Unimaze.