Við erum stolt að kynna að Unimaze hefur nú farssællega lokið eInvoice samhæfnisprófunum hjá CEF Digital sem hluta af verkefninu POOL-TSPs (2017 CEF Telecom Call – eInvoicing; CEF-TC-2017-3). Markmið verkefnisins er að uppfæra lausnir 10 aðila (viðurkenndra OpenPEPPOL skeytamiðlara) til að uppfylla Evrópskan Staðal (EN) fyrir rafræna reikninga.
OpenPEPPOL netið – alheimsnet
OpenPEPPOL er alþjóðleg samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sem samanstanda af þátttakendum úr bæði opinber geiranum og einkagerianum. Tilgangur samtakanna er að gera evrópskum fyrirtækjum kleift að eiga samskipti við opinbera innkaupaaðila í gegnum þeirra innkaupaferli og þar með að opna möguleikann fyir aukna samkeppni um samninga við ríkið og gera meira virði úr skattpeningum ríkisborgara.
PEPPOL netið er að vaxa. Í dag er PEPPOL notað í 32 löndum um allan heim; í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Í apríl 2018, ákvað German National IT Planing Council að gera skylt að nota PEPPOL eDellivery netið til að senda rafræna reikninga til opinberra aðila í Þýskalandi. Einnig ákváðu forsætisráðherra Ástralíu og Nýja-Sjálands í febrúar 2019 að bæti löndin hygðust nota PEPPOL til að auka og hvetja til samskipti rafrænna skjala.
Prófanirnar, gerðar á móti CEF eInvoicing prófunarkerfinu, tryggja að lausnir Unimaze eru samhæfðar við þaui formsnið sem tilgreinar eru: UBL 2.1 (ISO/IEC 19845:2015) and CII (UN/CEFACT Cross Industry Invoice D16B).
Staðlaráð Íslands hefur nú þegar (janúar 2019), gefið út og kynnt tækniforskrift TS-238 sem vottun á notkun staðalsins hér á landi.
POOL-TSPs verkefnið
Verkefnið kallast „Adoption of the eIncoiving Directive through interconnected platforms of European Trust Service Providers“ (POOL-TSPs sem stuttnefni) er stutt af Evrópusambabndinu gegnum „Connecting Europe Facility“ (CEF) verkefnabálkinn.
POOL-TSPs verkefni’ hefur í för með sér umtalsvert hagræði fyrir öll fyrirtæki í einka- og opinbera geiranum, svo sem minnkun á úrvinnslutíma og kostnaði, lækkun geymslukostnaðar, lækkun á kostnaði við prentun og póstsendingu og betri rakningu skeyta, Við erum stolt af því að vera hluti af þessu verkefni.
Í þessu verkefni eru samþættingarprófanir gerðar með því að skiptast á rafrænum reikningum milli þátttakenda í verkefnum frá sjö EES löndum; nefnilega Belgíu, Danmörku, Hollandi, Íslandi, Írlandi, Ítalíu og Svíþjóð.