PDF reikningar geta verið ægilega tímafrekir í úrvinnslu. Þeir eru óhentugir þar sem oft eru gerðar villur þegar er að vinna úr þeim. Það er mikil vinna að lesa þá, slá þá inn handvirkt og passa að öll gögn stemmi. Þetta þarf ekki að vera svona.
Digitizer notar gervigreind (AI) og vélrænt nám (ML) til að greina PDF reikninga og draga út lykilgögn á borð við upphæðir, dagsetningar, reikningsnúmer, kennitölur og vöru-/þjónustulýsingar. Notendur kenna kerfinu með einföldum hætti hvaða svæði skjalsins tilheyra hvaða gögnum og eftir fáar skannanir lærir kerfið að vinna þetta sjálfstætt.
Digitizer breytir því auðveldlega og sjálfvirkt PDF skjölum í rafræna reikninga og skilar þeim beint inn í fjármálakerfið sem er notast við, t.d. SAP, dk, Business Central o.fl.