Grein

Viltu breyta PDF reikningum í rafræna reikninga hraðar?

31. mars 2025

Digitizer

Unimaze Digitizer breytir PDF reikningum í rafræna reikninga á einfaldan, hraðan og öruggan máta. Þetta sparar ekki bara tíma heldur bætir nákvæmni, minnkar álag á starfsmenn og eykur gæði reikninga og ferla innan fyrirtækja.

Helstu kostir Digitizer

  • Breytir sjálfvirkt PDF reikningum í rafræna reikninga
  • OCR-tækni tryggir nákvæma útdrátt á gögnum
  • Minnkar handavinnu og í kjölfarið innsláttarvillur
  • Flýtir fyrir reikningavinnslu og styttir greiðslutíma
  • Eykur yfirsýn og gagnsæi í fjármálaferlum
  • Umhverfisvæn lausn sem minnkar pappírsnotkun

Hvernig virkar Digitizer?

PDF reikningar geta verið ægilega tímafrekir í úrvinnslu. Þeir eru óhentugir þar sem oft eru gerðar villur þegar er að vinna úr þeim. Það er mikil vinna að lesa þá, slá þá inn handvirkt og passa að öll gögn stemmi. Þetta þarf ekki að vera svona.

Digitizer notar gervigreind (AI) og vélrænt nám (ML) til að greina PDF reikninga og draga út lykilgögn á borð við upphæðir, dagsetningar, reikningsnúmer, kennitölur og vöru-/þjónustulýsingar. Notendur kenna kerfinu með einföldum hætti hvaða svæði skjalsins tilheyra hvaða gögnum og eftir fáar skannanir lærir kerfið að vinna þetta sjálfstætt.

Digitizer breytir því auðveldlega og sjálfvirkt PDF skjölum í rafræna reikninga og skilar þeim beint inn í fjármálakerfið sem er notast við, t.d. SAP, dk, Business Central o.fl.

Digitizer

Hvernig er best að nota Digitizer?

Allir geta notað Digitizer, þess vegna er Digitizer frábær kostur fyrir öll fyrirtæki sem fá reglulega reikninga í PDF formi, sama hversu margir þeir eru.

Digitizer getur aukið afkastagetu og einfaldað ferli til muna en Digitizer nýtist hvað allra best þegar hann er notaður samhliða Unimaze Approver, rafræna samþykkisferlinu okkar. Saman skapa þessar lausnir samfellt og straumlínulagað ferli fyrir alla reikningavinnslu og sparar fyritækinu tíma, dregur úr kostnaði og tryggir hámarks nákvæmni og gæði.

Approver samþykktarkerfi

Tengt efni

24. janúar 2025 | Grein

Stafrænir eða rafrænir reikningar?

27. febrúar 2014 | Grein

Hvað er löglegur rafrænn reikningur?

Skeytamiðlun í samræmi við kröfur Evrópusambandsins
7. júní 2022 | Grein

Sendill - Uppfærsla